Fjögur ár frá því EM-ævintýrinu lauk gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2020 14:36 Aron Einar Gunnarsson þakkar íslenskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir tapið fyrir Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016 EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Sjá meira
Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Sjá meira
Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00