Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:24 Mynd sem er sögð sýna afleiðingar uppákomunnar í Natanz-auðgunarstöðinni sem Kjarnorkustofnun Írans birti í gær. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010. Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010.
Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16