Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira