Tíu ára börn þátttakendur í ofbeldi sem tekið er upp á myndskeið og birt á netinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 18:53 Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir