Greindist með svartadauða í Innri-Mongólíu í Kína Telma Tómasson skrifar 6. júlí 2020 06:53 Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. CDC/Getty Stjórnvöld í Kína hafa aukið varúðarráðstafanir eftir að íbúi í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu greindist með bakteríu sem leiðir til sjúkdóms er nefndur hefur verið svartidauði. Maðurinn, sem er smali, hefur verið settur í einangrun, en líðan sögð eftir atvikum. Ekki er vitað hvernig maðurinn smitaðist og er málið í rannsókn. Í frétt BBC segir að einnig sé grunur um annað smit á svæðinu. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta. Til eru sýklalyf gegn bakteríunni, en þau koma þó aðeins að gagni ef þau eru gefin snemma eftir sýkingu því að sjúkdómsgangur svartadauða er hraður, segir á Vísindavefnum. Svartidauði barst til Íslands tvisvar á 15. öld, árin 1402 og 1495. Talið er að 75 til 200 milljónir hafi látist af völdum svartadauða, víðs vegar um heiminn. Sjúkdómurinn hefur gengið yfir heimsbyggðina í þremur faröldrum, á 6. 14. og 19. öld. Sjúkdómsins gætir enn víða um heim, til dæmis í Asíu, Afríku og Ameríku. Til að mynda greinast árlega nokkur tilfelli sjúkdómsins í vesturhluta Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Kína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa aukið varúðarráðstafanir eftir að íbúi í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu greindist með bakteríu sem leiðir til sjúkdóms er nefndur hefur verið svartidauði. Maðurinn, sem er smali, hefur verið settur í einangrun, en líðan sögð eftir atvikum. Ekki er vitað hvernig maðurinn smitaðist og er málið í rannsókn. Í frétt BBC segir að einnig sé grunur um annað smit á svæðinu. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta. Til eru sýklalyf gegn bakteríunni, en þau koma þó aðeins að gagni ef þau eru gefin snemma eftir sýkingu því að sjúkdómsgangur svartadauða er hraður, segir á Vísindavefnum. Svartidauði barst til Íslands tvisvar á 15. öld, árin 1402 og 1495. Talið er að 75 til 200 milljónir hafi látist af völdum svartadauða, víðs vegar um heiminn. Sjúkdómurinn hefur gengið yfir heimsbyggðina í þremur faröldrum, á 6. 14. og 19. öld. Sjúkdómsins gætir enn víða um heim, til dæmis í Asíu, Afríku og Ameríku. Til að mynda greinast árlega nokkur tilfelli sjúkdómsins í vesturhluta Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira