Stálu bíl og þóttust vera í fjöruferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:48 Lögreglan á Vestfjörðum hefur átt annasama viku. Vísir/Vilhelm Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli. Lögreglumál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli.
Lögreglumál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira