Fylgir þú lögum? Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 7. júlí 2020 09:00 Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Hinsegin Ugla Stefanía Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun