Reynsla milli stanganna skiptir öllu máli ef lið vilja berjast um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2020 13:00 Sandra Sigurðardóttir er leikjahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna. Vísir/Bára Topplið Pepsi Max deildar kvenna, Valur og Breiðablik, eru valdinn mann í hverju í rúmi. Alls eru sex af tíu reynslumestu leikmönnum deildarinnar í herbúðum Íslandsmeistara Vals. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og virðast finna nýjan gullmola á ári hverju. Bæði lið eiga það þó sameiginlegt að reynslumestu leikmenn liðanna standa milli stanganna. Þær Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir hafa marga fjöruna sopið en þær eru báðar fæddar árið 1986. Þær eru ekki aðeins einu markverðir deildarinnar sem eru yfir þrítugt heldur eru þær einu markverðirnir sem eru nær þrítugu heldur en tvítugu. Þær komast báðar á listann yfir tíu leikjahæstu leikmenn Pepsi Max deildarinnar. Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA], Ingibjörg Valgeirsdóttir [KR], Kaylan Jenna Marckese [Selfoss] eru elstar af þeim markvörðum sem hafa spilað í deildinni í sumar fyrir utan Söndru og Sonný Láru. Þær eru allar fæddar árið 1998. Sonný á þó enn töluvert í land ef hún ætlar sér að ná sama leikjafjölda og Sandra í efstu deild. Sonný gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan, er hún til að mynda fyrirliði liðsins í dag. Þar áður lék hún með Fjölni, Haukum og sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis. Sonný Lára fagnar bikarmeistaratitli sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Flakkaði hún á milli efstu og næst efstu deildar með þeim liðum en hjá Blikum hefur hún barist um Íslandsmeistaratitilinn ár eftir ár. Sonný hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Tímabilið 2018 varð hún Íslands- og bikarmeistari með Blikum. Alls hefur hún leikið 185 leiki í efstu deild hér á landi og mun hún fara yfir 300 leiki á ferlinum í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ í sumar. Sandra er í sérflokki þegar kemur að leikjum í efstu deild hjá þeim leikmönnum sem eru í deildinni í dag. Hún er komin með 285 leiki, sem er rúmum 40 leikjum meira en Dóra María Lárusdóttir, samherji hennar hjá Val sem er í öðru sæti yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar. Sandra hóf ferilinn með sameiginlegu liði Þór, KA og KS. Þar lék hún frá 2001 til 2004 áður en hún færði sig yfir á höfuðborgarsvæðið og samdi við Stjörnuna. Gengið í Garðabænum var ekkert til að hrópa húrra yfir framan af en sumarið 2013 gekk einfaldlega allt upp. Sandra múraði einfaldlega fyrir markið á meðan framherjar liðsins léku lausum hala. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla 18 leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Íslandsmeistaratitillinn niðurstaðan með fullt hús stiga. Ári síðar vann Stjarnan svo tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hún varð svo Íslandsmeistari með Val á síðasta ári eftir að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið, líkt og Breiðablik. Virðist stefna í annað slíkt tímabil en bæði lið eru ógnarsterk og þó svo að lið Blika sé í sóttkví sem stendur er ólíklegt að það hafi of mikil áhrif á Sonný og samherja sína. Sandra í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Daniel Alls hefur Sandra leikið 345 leiki í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ. Þá hefur hún þó ótrúlegt megi virðast einnig skorað tvö mörk. Það er ljóst að Sandra mun rjúfa 350 leikja múrinn í sumar en hvort hún muni bæta markafjölda sinn verður einfaldlega að koma ljós. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30 Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Topplið Pepsi Max deildar kvenna, Valur og Breiðablik, eru valdinn mann í hverju í rúmi. Alls eru sex af tíu reynslumestu leikmönnum deildarinnar í herbúðum Íslandsmeistara Vals. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og virðast finna nýjan gullmola á ári hverju. Bæði lið eiga það þó sameiginlegt að reynslumestu leikmenn liðanna standa milli stanganna. Þær Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir hafa marga fjöruna sopið en þær eru báðar fæddar árið 1986. Þær eru ekki aðeins einu markverðir deildarinnar sem eru yfir þrítugt heldur eru þær einu markverðirnir sem eru nær þrítugu heldur en tvítugu. Þær komast báðar á listann yfir tíu leikjahæstu leikmenn Pepsi Max deildarinnar. Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA], Ingibjörg Valgeirsdóttir [KR], Kaylan Jenna Marckese [Selfoss] eru elstar af þeim markvörðum sem hafa spilað í deildinni í sumar fyrir utan Söndru og Sonný Láru. Þær eru allar fæddar árið 1998. Sonný á þó enn töluvert í land ef hún ætlar sér að ná sama leikjafjölda og Sandra í efstu deild. Sonný gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan, er hún til að mynda fyrirliði liðsins í dag. Þar áður lék hún með Fjölni, Haukum og sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis. Sonný Lára fagnar bikarmeistaratitli sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Flakkaði hún á milli efstu og næst efstu deildar með þeim liðum en hjá Blikum hefur hún barist um Íslandsmeistaratitilinn ár eftir ár. Sonný hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Tímabilið 2018 varð hún Íslands- og bikarmeistari með Blikum. Alls hefur hún leikið 185 leiki í efstu deild hér á landi og mun hún fara yfir 300 leiki á ferlinum í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ í sumar. Sandra er í sérflokki þegar kemur að leikjum í efstu deild hjá þeim leikmönnum sem eru í deildinni í dag. Hún er komin með 285 leiki, sem er rúmum 40 leikjum meira en Dóra María Lárusdóttir, samherji hennar hjá Val sem er í öðru sæti yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar. Sandra hóf ferilinn með sameiginlegu liði Þór, KA og KS. Þar lék hún frá 2001 til 2004 áður en hún færði sig yfir á höfuðborgarsvæðið og samdi við Stjörnuna. Gengið í Garðabænum var ekkert til að hrópa húrra yfir framan af en sumarið 2013 gekk einfaldlega allt upp. Sandra múraði einfaldlega fyrir markið á meðan framherjar liðsins léku lausum hala. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla 18 leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Íslandsmeistaratitillinn niðurstaðan með fullt hús stiga. Ári síðar vann Stjarnan svo tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hún varð svo Íslandsmeistari með Val á síðasta ári eftir að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið, líkt og Breiðablik. Virðist stefna í annað slíkt tímabil en bæði lið eru ógnarsterk og þó svo að lið Blika sé í sóttkví sem stendur er ólíklegt að það hafi of mikil áhrif á Sonný og samherja sína. Sandra í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Daniel Alls hefur Sandra leikið 345 leiki í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ. Þá hefur hún þó ótrúlegt megi virðast einnig skorað tvö mörk. Það er ljóst að Sandra mun rjúfa 350 leikja múrinn í sumar en hvort hún muni bæta markafjölda sinn verður einfaldlega að koma ljós.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30 Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30
Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56