„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 14:13 Hópurinn ferðast um á sex jeppum, til að mynda þessum hummer. Hér má sjá hann á kafi í sunnlenskum söndum. bureko cz Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun. Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira