Tróna á toppnum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 14:00 HK eru illviðráðanlegt í Kórnum sem og utandyra. Vísir/Facebook-síða HK HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira