Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2020 22:00 Tiger Woods með Jack Nicklaus eftir sigurinn á Memorial mótinu 2012. getty/Scott Halleran Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira