Telur ólíklegt að Þjóðhátíð verði að veruleika í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 15:14 Verði Þjóðhátíð ekki haldin í ár er það í fyrsta skipti í 145 ára sögu hátíðarinnar sem hún fellur niður. Vísir/Sigurjón Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeins þriðja skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. „Nei, það lítur ekki vel út miðað við það sem við erum að heyra að það verði bara 500 manna fjöldatakmark út ágúst. Þá er því eiginlega bara sjálfhætt,“ segir Jónas. Hann segir ólíklegt að hægt sé að halda 500 manna hólfum aðskildum á svæðinu eins og hefur verið gert á stórum íþróttamótum í sumar. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að hólfa þetta niður en það er ólíklegt og örugglega mjög flókið í framkvæmd,“ segir Jónas. Nokkur þúsund miðar höfðu selst á hátíðina í forsölu áður en allt ferlið var stöðvað snemma í marsmánuði. Hann segir að vinna sé hafin við að undirbúa endurgreiðslu miðanna. „Þetta er auðvitað mikið fjárhagslegt tap fyrir ÍBV og þetta er líka bara stór partur af menningu Vestmannaeyja, þjóðhátíð hefur náttúrulega 145 ára sögu. Fyrir samfélagið allt er þetta mikið tap, stórt tap,“ segir hann. Þá segir hann þetta mikið tap fyrir íbúa í eyjum. „Þetta er mikið tap fyrir Vestmanneyinga, stórt tap fyrir alla í Vestmannaeyjum, Herjólf, alla þjónustu og gistingar og veitingastaði og allt. Það eru allir að tapa. Ólíklegt sé að hátíðin verði haldin í smærra sniði fyrir Vestmanneyinga sjálfa. Staðan verði tekin í næstu viku hvort það sé hægt. „Við munum bara taka stöðuna á því í næstu viku hvort það sé eitthvað geranlegt í því. Við viljum auðvitað ekki fara út í einhvern mikinn kostnað, íþróttafélagið, fyrir eitthvað lítið. Ekki setja okkur í enn verri mál.“ Komi til greina að halda hátíðina í haust „Við vorum alltaf að halda í vonina um að ná að halda eitthvað en mér finnst eins og ég segi eins og sé útséð með það að það verði. En það fer þá kannski bara einhver vinna í gang með það að búa til einhverjar aðrar fjáraflanir,“ segir Jónas. „Mér finnst það borin von eins og ég segi.“ Þó segir hann það koma til greina að halda hátíðina síðar ef fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar. „Það hefur verið rætt að ef að fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar 1. september. Við höfum alveg rætt að halda þetta 4. September, það var ein af hugmyndunum en ekkert ákveðið í því,“ segir Jónas. Hann segir það þó verða erfitt í framkvæmd ef af því verði. Skólar verði byrjaðir og ólíklegt sé að fólk geti tjaldað eins og hefð er fyrir. Það eru allt aðrar forsendur í því, það yrði aldrei full stærð á þjóðhátíð, ég sé það ekki fyrir mér í september. Það yrði kannski einhver minni þannig að það er ekkert ákveðið í því. „Við vitum í rauninni ekkert, [Þórólfur] segir núna að hann ætli að halda 500 manna hámarki út ágúst og svo getur eitthvað breyst, bætt við mánuði í viðbót eða hvað sem er. Það er svo erfitt að ákveða eitthvað í þessu. Hann segir skoðun íbúa í Vestmannaeyjum á málinu beggja blands. „Fólk vill ekki vera gera eitthvað, og líka það, við myndum aldrei vera að gera eitthvað nema í samráði við yfirvöld. Við myndum alltaf fara eftir því hvað má gera. Það eru alveg raddir sem finnst leiðinlegt að við séum að missa þetta og aðrir sem finnst skynsamlegast að sleppa þessu á þessum tíma. Ráðstafanir gerðar til að Innipúkinn geti farið fram Enn stendur til að halda hátíðina Innipúkann í Reykjavík sem farið hefur fram undanfarin ár yfir Verslunarmannahelgina. Að sögn Steinþórs Helga Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja 500 manna hámark. „Við höldum okkur innan takmarkana, við verðum þarna inni á Gamla Bíó og hann er bara með leyfi fyrir 550 þannig að við minnkum það aðeins. Svo verður einhver smá dagskrá á Röntgen og Röntgen er bara með leyfi fyrir 130 manns þannig að við munum bara passa upp á það,“ segir Steinþór. „Við þurfum að gera einhverjar ráðstafanir varðandi útisvæðið fyrir utan. Þá munum við bara passa að það verði ekki fleiri en 500 manns hverju sinni þar en við erum að vonast til að, af því að Þórólfur nefndi að það ætti að rýmka opnunartímann, það væri alveg frábært að geta verið með tónleika til eitt en ef ekki verðum við bara með tónleikadagskrá til ellefu.“ Hann segir miðasöluna hafa gengið vel en hún byrjaði fyrir ekki svo löngu síðan. Hún fari vel af stað en það verði færri miðar í dreifingu nú í ár en hefur verið. Það verður uppselt eins og vanalega og við hvetjum fólk til að tryggja sér miða strax. „Það verður kannski einhver blanda af þriggja daga hátíðarpössum og kvöldpössum. Það verða kannski fleiri sem fara yfir alla helgina en fyrst og fremst erum við að hugsa til þess að það verði ekki fleiri en 500 manns inni á stöðunum hverju sinni né á útisvæðinu. Það eru okkar helstu áskoranir eru að passa upp á þetta.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeins þriðja skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum. „Nei, það lítur ekki vel út miðað við það sem við erum að heyra að það verði bara 500 manna fjöldatakmark út ágúst. Þá er því eiginlega bara sjálfhætt,“ segir Jónas. Hann segir ólíklegt að hægt sé að halda 500 manna hólfum aðskildum á svæðinu eins og hefur verið gert á stórum íþróttamótum í sumar. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að hólfa þetta niður en það er ólíklegt og örugglega mjög flókið í framkvæmd,“ segir Jónas. Nokkur þúsund miðar höfðu selst á hátíðina í forsölu áður en allt ferlið var stöðvað snemma í marsmánuði. Hann segir að vinna sé hafin við að undirbúa endurgreiðslu miðanna. „Þetta er auðvitað mikið fjárhagslegt tap fyrir ÍBV og þetta er líka bara stór partur af menningu Vestmannaeyja, þjóðhátíð hefur náttúrulega 145 ára sögu. Fyrir samfélagið allt er þetta mikið tap, stórt tap,“ segir hann. Þá segir hann þetta mikið tap fyrir íbúa í eyjum. „Þetta er mikið tap fyrir Vestmanneyinga, stórt tap fyrir alla í Vestmannaeyjum, Herjólf, alla þjónustu og gistingar og veitingastaði og allt. Það eru allir að tapa. Ólíklegt sé að hátíðin verði haldin í smærra sniði fyrir Vestmanneyinga sjálfa. Staðan verði tekin í næstu viku hvort það sé hægt. „Við munum bara taka stöðuna á því í næstu viku hvort það sé eitthvað geranlegt í því. Við viljum auðvitað ekki fara út í einhvern mikinn kostnað, íþróttafélagið, fyrir eitthvað lítið. Ekki setja okkur í enn verri mál.“ Komi til greina að halda hátíðina í haust „Við vorum alltaf að halda í vonina um að ná að halda eitthvað en mér finnst eins og ég segi eins og sé útséð með það að það verði. En það fer þá kannski bara einhver vinna í gang með það að búa til einhverjar aðrar fjáraflanir,“ segir Jónas. „Mér finnst það borin von eins og ég segi.“ Þó segir hann það koma til greina að halda hátíðina síðar ef fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar. „Það hefur verið rætt að ef að fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar 1. september. Við höfum alveg rætt að halda þetta 4. September, það var ein af hugmyndunum en ekkert ákveðið í því,“ segir Jónas. Hann segir það þó verða erfitt í framkvæmd ef af því verði. Skólar verði byrjaðir og ólíklegt sé að fólk geti tjaldað eins og hefð er fyrir. Það eru allt aðrar forsendur í því, það yrði aldrei full stærð á þjóðhátíð, ég sé það ekki fyrir mér í september. Það yrði kannski einhver minni þannig að það er ekkert ákveðið í því. „Við vitum í rauninni ekkert, [Þórólfur] segir núna að hann ætli að halda 500 manna hámarki út ágúst og svo getur eitthvað breyst, bætt við mánuði í viðbót eða hvað sem er. Það er svo erfitt að ákveða eitthvað í þessu. Hann segir skoðun íbúa í Vestmannaeyjum á málinu beggja blands. „Fólk vill ekki vera gera eitthvað, og líka það, við myndum aldrei vera að gera eitthvað nema í samráði við yfirvöld. Við myndum alltaf fara eftir því hvað má gera. Það eru alveg raddir sem finnst leiðinlegt að við séum að missa þetta og aðrir sem finnst skynsamlegast að sleppa þessu á þessum tíma. Ráðstafanir gerðar til að Innipúkinn geti farið fram Enn stendur til að halda hátíðina Innipúkann í Reykjavík sem farið hefur fram undanfarin ár yfir Verslunarmannahelgina. Að sögn Steinþórs Helga Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja 500 manna hámark. „Við höldum okkur innan takmarkana, við verðum þarna inni á Gamla Bíó og hann er bara með leyfi fyrir 550 þannig að við minnkum það aðeins. Svo verður einhver smá dagskrá á Röntgen og Röntgen er bara með leyfi fyrir 130 manns þannig að við munum bara passa upp á það,“ segir Steinþór. „Við þurfum að gera einhverjar ráðstafanir varðandi útisvæðið fyrir utan. Þá munum við bara passa að það verði ekki fleiri en 500 manns hverju sinni þar en við erum að vonast til að, af því að Þórólfur nefndi að það ætti að rýmka opnunartímann, það væri alveg frábært að geta verið með tónleika til eitt en ef ekki verðum við bara með tónleikadagskrá til ellefu.“ Hann segir miðasöluna hafa gengið vel en hún byrjaði fyrir ekki svo löngu síðan. Hún fari vel af stað en það verði færri miðar í dreifingu nú í ár en hefur verið. Það verður uppselt eins og vanalega og við hvetjum fólk til að tryggja sér miða strax. „Það verður kannski einhver blanda af þriggja daga hátíðarpössum og kvöldpössum. Það verða kannski fleiri sem fara yfir alla helgina en fyrst og fremst erum við að hugsa til þess að það verði ekki fleiri en 500 manns inni á stöðunum hverju sinni né á útisvæðinu. Það eru okkar helstu áskoranir eru að passa upp á þetta.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira