Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:44 Skimun fyrir kórónuveirunni í Wuhan í Kína þar sem faraldurinn hófst seint í fyrra. Sérfræðingar WHO ætla að kanna hvernig veiran stökk úr dýrum yfir í menn og undirbúa nánari rannsókn á upptökum faraldursins. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11