Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grjóthrun á vegi er algengt um alla Vestfirði, þar sem malarvegir milli byggðarlaga liggja oft undir hömrum eða eftir bröttum fjallshlíðum.
Grjóthrun á vegi er algengt um alla Vestfirði, þar sem malarvegir milli byggðarlaga liggja oft undir hömrum eða eftir bröttum fjallshlíðum. Vísir/Þórir

Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni en talsvert hefur verið af tilkynningum um grjóthrun í og við fjalllendi á Vestfjörðum síðustu daga.

Vakin er sérstök athygli íbúa og gesta á þessari hættu sem getur verið fyrir hendi á sumum stöðum. Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að hætta geti verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×