Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 08:16 Borgarstjórinn fannst látinn í síðustu viku. Vísir/Getty Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35