Mitt stærsta afrek ef Ísland kæmist á EM - „Allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 12:00 Erik Hamrén og Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, fagna innilega í sigri gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. VÍSIR/GETTY Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira