Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira