Jón Páll segir vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 16:36 Jón Páll Pálmason gerði samning til þriggja ára við Víking Ólafsvík en var svo rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í fimm deildarleikjum. vísir/ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti