Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 19:00 Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47