Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 15. júlí 2020 20:56 Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Stöð 2 Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua. Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua.
Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira