Pepsi Max Stúkan um byrjunarlið FH: Nöfnin blekkja okkur og framtíðin er komin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:30 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á móti ÍA á dögunum. Vísir/HAG Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira