Íslensk félög borguðu umboðsmönnum sjö milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 12:00 Umboðsmaður Gary John Martin, Ólafur Garðarsson, fékk bæði greiðslur frá Val og ÍBV vegna leikmannsins á þessu tímabili. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira