Logi og Eiður Smári taka við FH Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2020 16:32 Logi Ólafsson og Eiður Smári eru teknir við FH. vísir/bára/getty Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. Samningur Loga og Eiðs er út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti í dag sem þjálfari FH til þess að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni og nú hafa Logi og Eiður verið ráðnir í hans stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi þjálfar FH því hann þjálfaði liðið einnig tímabilin 2000 og 2001. Hann hefur einnig þjálfað m.a. íslenska landsliðið, ÍA og Víking. Þetta er annað þjálfarastarf Eiðs Smára, eins besta leikmanns í sögu íslenska fótboltans, en hann er núverandi aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta og hefur verið það síðan Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í fyrra. FH er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina í Pepsi Max-deildinni og komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið mætir Fjölni á útivelli á laugardag í fyrsta leik þeirra Loga og Eiðs við stjórnvölinn en Guðlaugur Baldursson, sem var í þjálfarateymi Ólafs, verður einnig í teyminu með Loga og Eið. View this post on Instagram Eiður Smári og Logi Ólafsson ráðnir þjálfarar FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspyrnu og munu taka að sér að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Ólafur Helgi Kristjánsson sem þjálfað hefur FH liðið undanfarin þrjú ár hefur gert samning við danska 1. Deildarliðinu Esbjerg fyrr í dag og taka við þjálfun liðsins í byrjun ágúst. Eiður Smári er einn besti leikmaður Íslands í knattspyrnu og á hann farsælan feril að baki sem leikmaður og vann fjölmarga titla með m.a. Chelsea og Barcelona. Eiður Smári á einnig langan landsliðsferil að baki og spilaði 88 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður liðsins. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins. Logi Ólafsson er einn reynasti þjálfari landsins og hefur þjálfað félagslið bæði hérna heima og erlendis ásamt því að stýra bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Logi Ólafsson lék fyrir FH á sýnum leikmannaferli og stýrði FH ingum síðast 2001. FH býður Eið Smára og Loga velkomna til starfa og væntir góðs af störfum þeirra fyrir félagið. Fyrsti leikur undir þeirra stjórn er á laugardaginn gegn Fjölni í Grafarvogi og hvetjum við alla FH inga að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Mynd, Jóhannes Long A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Jul 16, 2020 at 9:31am PDT Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. Samningur Loga og Eiðs er út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti í dag sem þjálfari FH til þess að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni og nú hafa Logi og Eiður verið ráðnir í hans stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi þjálfar FH því hann þjálfaði liðið einnig tímabilin 2000 og 2001. Hann hefur einnig þjálfað m.a. íslenska landsliðið, ÍA og Víking. Þetta er annað þjálfarastarf Eiðs Smára, eins besta leikmanns í sögu íslenska fótboltans, en hann er núverandi aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta og hefur verið það síðan Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í fyrra. FH er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina í Pepsi Max-deildinni og komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið mætir Fjölni á útivelli á laugardag í fyrsta leik þeirra Loga og Eiðs við stjórnvölinn en Guðlaugur Baldursson, sem var í þjálfarateymi Ólafs, verður einnig í teyminu með Loga og Eið. View this post on Instagram Eiður Smári og Logi Ólafsson ráðnir þjálfarar FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspyrnu og munu taka að sér að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Ólafur Helgi Kristjánsson sem þjálfað hefur FH liðið undanfarin þrjú ár hefur gert samning við danska 1. Deildarliðinu Esbjerg fyrr í dag og taka við þjálfun liðsins í byrjun ágúst. Eiður Smári er einn besti leikmaður Íslands í knattspyrnu og á hann farsælan feril að baki sem leikmaður og vann fjölmarga titla með m.a. Chelsea og Barcelona. Eiður Smári á einnig langan landsliðsferil að baki og spilaði 88 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður liðsins. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins. Logi Ólafsson er einn reynasti þjálfari landsins og hefur þjálfað félagslið bæði hérna heima og erlendis ásamt því að stýra bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Logi Ólafsson lék fyrir FH á sýnum leikmannaferli og stýrði FH ingum síðast 2001. FH býður Eið Smára og Loga velkomna til starfa og væntir góðs af störfum þeirra fyrir félagið. Fyrsti leikur undir þeirra stjórn er á laugardaginn gegn Fjölni í Grafarvogi og hvetjum við alla FH inga að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Mynd, Jóhannes Long A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Jul 16, 2020 at 9:31am PDT
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01
Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12