Logi og Eiður Smári taka við FH Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2020 16:32 Logi Ólafsson og Eiður Smári eru teknir við FH. vísir/bára/getty Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. Samningur Loga og Eiðs er út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti í dag sem þjálfari FH til þess að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni og nú hafa Logi og Eiður verið ráðnir í hans stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi þjálfar FH því hann þjálfaði liðið einnig tímabilin 2000 og 2001. Hann hefur einnig þjálfað m.a. íslenska landsliðið, ÍA og Víking. Þetta er annað þjálfarastarf Eiðs Smára, eins besta leikmanns í sögu íslenska fótboltans, en hann er núverandi aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta og hefur verið það síðan Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í fyrra. FH er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina í Pepsi Max-deildinni og komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið mætir Fjölni á útivelli á laugardag í fyrsta leik þeirra Loga og Eiðs við stjórnvölinn en Guðlaugur Baldursson, sem var í þjálfarateymi Ólafs, verður einnig í teyminu með Loga og Eið. View this post on Instagram Eiður Smári og Logi Ólafsson ráðnir þjálfarar FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspyrnu og munu taka að sér að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Ólafur Helgi Kristjánsson sem þjálfað hefur FH liðið undanfarin þrjú ár hefur gert samning við danska 1. Deildarliðinu Esbjerg fyrr í dag og taka við þjálfun liðsins í byrjun ágúst. Eiður Smári er einn besti leikmaður Íslands í knattspyrnu og á hann farsælan feril að baki sem leikmaður og vann fjölmarga titla með m.a. Chelsea og Barcelona. Eiður Smári á einnig langan landsliðsferil að baki og spilaði 88 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður liðsins. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins. Logi Ólafsson er einn reynasti þjálfari landsins og hefur þjálfað félagslið bæði hérna heima og erlendis ásamt því að stýra bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Logi Ólafsson lék fyrir FH á sýnum leikmannaferli og stýrði FH ingum síðast 2001. FH býður Eið Smára og Loga velkomna til starfa og væntir góðs af störfum þeirra fyrir félagið. Fyrsti leikur undir þeirra stjórn er á laugardaginn gegn Fjölni í Grafarvogi og hvetjum við alla FH inga að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Mynd, Jóhannes Long A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Jul 16, 2020 at 9:31am PDT Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. Samningur Loga og Eiðs er út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti í dag sem þjálfari FH til þess að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni og nú hafa Logi og Eiður verið ráðnir í hans stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi þjálfar FH því hann þjálfaði liðið einnig tímabilin 2000 og 2001. Hann hefur einnig þjálfað m.a. íslenska landsliðið, ÍA og Víking. Þetta er annað þjálfarastarf Eiðs Smára, eins besta leikmanns í sögu íslenska fótboltans, en hann er núverandi aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta og hefur verið það síðan Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í fyrra. FH er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina í Pepsi Max-deildinni og komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið mætir Fjölni á útivelli á laugardag í fyrsta leik þeirra Loga og Eiðs við stjórnvölinn en Guðlaugur Baldursson, sem var í þjálfarateymi Ólafs, verður einnig í teyminu með Loga og Eið. View this post on Instagram Eiður Smári og Logi Ólafsson ráðnir þjálfarar FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspyrnu og munu taka að sér að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Ólafur Helgi Kristjánsson sem þjálfað hefur FH liðið undanfarin þrjú ár hefur gert samning við danska 1. Deildarliðinu Esbjerg fyrr í dag og taka við þjálfun liðsins í byrjun ágúst. Eiður Smári er einn besti leikmaður Íslands í knattspyrnu og á hann farsælan feril að baki sem leikmaður og vann fjölmarga titla með m.a. Chelsea og Barcelona. Eiður Smári á einnig langan landsliðsferil að baki og spilaði 88 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður liðsins. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins. Logi Ólafsson er einn reynasti þjálfari landsins og hefur þjálfað félagslið bæði hérna heima og erlendis ásamt því að stýra bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Logi Ólafsson lék fyrir FH á sýnum leikmannaferli og stýrði FH ingum síðast 2001. FH býður Eið Smára og Loga velkomna til starfa og væntir góðs af störfum þeirra fyrir félagið. Fyrsti leikur undir þeirra stjórn er á laugardaginn gegn Fjölni í Grafarvogi og hvetjum við alla FH inga að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Mynd, Jóhannes Long A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Jul 16, 2020 at 9:31am PDT
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01
Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12