Fékk fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:42 Skallagrímur leikur í 4. deild karla. mynd/facebook síða knattspyrnudeildar skallagríms Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér.
Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu.
Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram.
Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti