Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:12 Þrjótarnir eru taldi tilheyra hóp sem gengur meðal annars undir nafninu Cozy Bear og var sakaður um að stela tölvupóstum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/Getty Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira
Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira