„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 17:26 Ólafur Kristjánsson var á sínu þriðja tímabili hjá FH þegar hann hætti störfum hjá félaginu. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“ Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“
Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01