Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:55 Mikið vatn flæddi úr ánni. Facebook Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal. Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal.
Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55