Vélsmiður í Bolungarvík kallaði Ramsay aumingja Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Finnbogi og Arndís Hjartardóttir hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár og búa saman í Bolungarvík. MYND/ARNDÍS HJARTARDÓTTIR OG GETTY „Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína. Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína.
Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning