Hvaleyrabikarinn verður allur spilaður á morgun eftir aðra frestun í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:04 Sigurvegarar síðustu ára. mynd/gsí Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun. Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun.
Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira