Íslenski boltinn

Leiknir kom til baka og lagði Magna að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leiknismenn unnu heimasigur í dag.
Leiknismenn unnu heimasigur í dag. Facebook/Leiknir R.

Leiknir Reykjavík fékk Magna Grenivík í heimsókn í síðasta leik dagsins í Lengjudeild karla. Liðin hafa byrjað deildina á afar ólíkan hátt þar sem Leiknismenn eru í efri hluta deildarinnar á meðan Magnamenn mættu stigalausir til leiks í dag.

Gestirnir frá Grenivík komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar enski sóknarmaðurinn Kairo John skoraði. 

Magni hafði forystuna allt þar til á 67.mínútu þegar Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna þar með metin fyrir heimamenn.

Við þetta efldust Leiknismenn og Sævar Atli Magnússon kom þeim í forystu skömmu síðar. Reyndust 2-1 lokatölur leiksins og Magni því enn án stiga eftir 6 leiki en Leiknismenn eru með 13 stig í 4.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×