„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 21:45 Kristinn Freyr Sigurðsson hendir sér í tæklingu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Valur Besta deild karla KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
„Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.
Valur Besta deild karla KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira