Hefur fylgst með Ólafi síðan hann stýrði Blikum og segir þjálfarasætið ekki volgt Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2020 09:30 Ólafur Kristjánsson. Vísir Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00
„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01