Uppsagnir verða dregnar til baka Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. júlí 2020 02:42 Öllum flugfreyjum hjá Icelandair var sagt upp á föstudaginn. Þær uppsagnir verða að óbreyttu dregnar til baka. Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira