Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 12:04 Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi og hannyrðakona, sem dásamar íslensku ullina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira