Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 16:41 Forsetinn og kanslarinn eru í aðalhlutverki í viðræðum ESB í Brussel. Getty/Anadolu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira