Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn