Rahm í fótspor Ballesteros - Minntist ömmu sinnar eftir að hafa náð á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 12:30 Jon Rahm og eiginkona hans Kelley Cahill fögnuðu sigrinum í gær með kossi. VÍSIR/GETTY Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira