Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 14:11 Helga Möller, söngkona og flugfreyja, hefur starfað hjá Icelandair í rúma fjóra áratugi. Skjáskot Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. Þrátt fyrir að flugfreyjur séu í áfalli gera þær þó ráð fyrir að nýi samningurinn verði samþykktur. Nýi kjarasamningurinn var undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann var kynntur félagsmönnum FFÍ á fjölmennum fundi á Hilton Nordica-hótelinu á Suðurlandsbraut í hádeginu. Til stendur að atkvæðagreiðsa um samninginn hefjist á miðvikudag og standi til og með mánudeginum 27. júlí. Átti von á þessum endahnút Fréttamaður ræddi við nokkrar flugfreyjur eftir fundinn á Hilton í dag. Sigrún Birna Norðfjörð hefur starfað hjá Icelandair í 24 ár. Hún telur að nauðsynlegt sé að samþykkja samninginn. „Svo við höldum stéttarfélaginu á lífi,“ segir Sigrún. Þá segir hún að ákvörðun Icelandair á föstudag um að slíta viðræðum við FFÍ svíði enn – og muni svíða lengi áfram. „Þar tala ég fyrir hönd allra félagsmanna.“ Sigrún Birna Norðfjörð.SKjáskot Áttirðu von á því að upplifa einhvern tímann svona tíma? „Satt að segja, já, átti ég von á því að þetta myndi verða endahnúturinn á þessu leiðindaferli sem búið er að vera í gangi.“ Að Icelandair myndi hóta að leita annað? „Já.“ Eins og í góðu hjónabandi Sigríður Amalía Þórðardóttir flugfreyja telur nýja samninginn ágætan, miðað við aðstæður. „Og þá miðað við aðstæður í þjóðfélaginu og heiminum öllum. Ég held að við sem hópur, flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair, gerum okkur grein fyrir hvernig staðan er og við viljum að félagið okkar lifi áfram. Þannig að já, ég ætla að vera bjartsýn.“ Sigríður Amalía Þórðardóttir.Skjáskot Hvernig stendur þessi tilfinning eftir varðandi framkomu Icelandair á föstudaginn? „Eins og í öllum góðum hjónaböndum þá þurfum við að rífast. Og svo vonandi förum við sátt að sofa. Og ég trúi því að nákvæmlega sama muni gerast hér,“ segir Sigríður. Stétt í sárum Rósa Sturludóttir flugfreyja segir að sér lítist ekki alltof vel á nýja samninginn. „En aðstæðurnar sem við fengum núna, mér verður að lítast vel á hann. Stemningin er þannig í hópnum, held ég.“ Þá segir hún, líkt og starfssystur sínar hér fyrir ofan, að ákvörðun Icelandair hafi verið stéttinni þungbær. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Rósa Sturludóttir.Skjáskot „Þetta er engu líkt“ Helga Möller, söngkona og flugfreyja, segir að sér lítist ágætlega á samninginn. Innt eftir því hvort hún telji að flugfreyjur séu reiðubúnar að samþykkja hann spyr hún hvort þær hafi nokkuð val. „Það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega. Það er bara spurning hvernig það fer ef við segjum ekki já við þessum samningi. Ég ætla ekkert að segja hvað ég geri en við erum öll í áfalli eftir þetta. Eftir þessa útreið sem við höfum fengið undanfarna daga. Þetta er spurning um að þurfa áfallahjálp eftir svona,“ segir Helga. „Þarna standa starfsmenn Icelandair sem eru meira eða minna búnir að vinna hjá þessu fyrirtæki allt sitt líf eins og ég, það eru 43 ár síðan ég byrjaði að fljúga. Ég hef nú upplifað marga erfiðleika hjá fyrirtækinu en þetta gengur út yfir allt. Þetta er engu líkt. Þarna er verið, að ég held, að brjóta lög.“ Heldurðu að flugfreyjur muni hverfa til annarra starfa eða heldurðu að þær vilji vera áfram? „Við elskum starfið okkar og okkur þykir öllum sérstaklega vænt um Icelandair. Og viljum náttúrulega fyrst og fremst að það fyrirtæki haldi velli. En það er erfitt þegar er komið svona fram við mann. Ég get ekki sagt til um þetta en einhverjir eiga eftir að hætta, alveg örugglega, og hinir halda áfram. Svo „settlast“ þetta vonandi með tímanum. En þetta er kjaftshögg, og rúmlega það. Þetta er kjálkabrot,“ segir Helga. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr kjarasamningur kynntur fyrir flugfreyjum Nýundirritaður kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) verður kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi sem boðað var til nú klukkan 11. 20. júlí 2020 11:16 Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. Þrátt fyrir að flugfreyjur séu í áfalli gera þær þó ráð fyrir að nýi samningurinn verði samþykktur. Nýi kjarasamningurinn var undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann var kynntur félagsmönnum FFÍ á fjölmennum fundi á Hilton Nordica-hótelinu á Suðurlandsbraut í hádeginu. Til stendur að atkvæðagreiðsa um samninginn hefjist á miðvikudag og standi til og með mánudeginum 27. júlí. Átti von á þessum endahnút Fréttamaður ræddi við nokkrar flugfreyjur eftir fundinn á Hilton í dag. Sigrún Birna Norðfjörð hefur starfað hjá Icelandair í 24 ár. Hún telur að nauðsynlegt sé að samþykkja samninginn. „Svo við höldum stéttarfélaginu á lífi,“ segir Sigrún. Þá segir hún að ákvörðun Icelandair á föstudag um að slíta viðræðum við FFÍ svíði enn – og muni svíða lengi áfram. „Þar tala ég fyrir hönd allra félagsmanna.“ Sigrún Birna Norðfjörð.SKjáskot Áttirðu von á því að upplifa einhvern tímann svona tíma? „Satt að segja, já, átti ég von á því að þetta myndi verða endahnúturinn á þessu leiðindaferli sem búið er að vera í gangi.“ Að Icelandair myndi hóta að leita annað? „Já.“ Eins og í góðu hjónabandi Sigríður Amalía Þórðardóttir flugfreyja telur nýja samninginn ágætan, miðað við aðstæður. „Og þá miðað við aðstæður í þjóðfélaginu og heiminum öllum. Ég held að við sem hópur, flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair, gerum okkur grein fyrir hvernig staðan er og við viljum að félagið okkar lifi áfram. Þannig að já, ég ætla að vera bjartsýn.“ Sigríður Amalía Þórðardóttir.Skjáskot Hvernig stendur þessi tilfinning eftir varðandi framkomu Icelandair á föstudaginn? „Eins og í öllum góðum hjónaböndum þá þurfum við að rífast. Og svo vonandi förum við sátt að sofa. Og ég trúi því að nákvæmlega sama muni gerast hér,“ segir Sigríður. Stétt í sárum Rósa Sturludóttir flugfreyja segir að sér lítist ekki alltof vel á nýja samninginn. „En aðstæðurnar sem við fengum núna, mér verður að lítast vel á hann. Stemningin er þannig í hópnum, held ég.“ Þá segir hún, líkt og starfssystur sínar hér fyrir ofan, að ákvörðun Icelandair hafi verið stéttinni þungbær. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Rósa Sturludóttir.Skjáskot „Þetta er engu líkt“ Helga Möller, söngkona og flugfreyja, segir að sér lítist ágætlega á samninginn. Innt eftir því hvort hún telji að flugfreyjur séu reiðubúnar að samþykkja hann spyr hún hvort þær hafi nokkuð val. „Það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega. Það er bara spurning hvernig það fer ef við segjum ekki já við þessum samningi. Ég ætla ekkert að segja hvað ég geri en við erum öll í áfalli eftir þetta. Eftir þessa útreið sem við höfum fengið undanfarna daga. Þetta er spurning um að þurfa áfallahjálp eftir svona,“ segir Helga. „Þarna standa starfsmenn Icelandair sem eru meira eða minna búnir að vinna hjá þessu fyrirtæki allt sitt líf eins og ég, það eru 43 ár síðan ég byrjaði að fljúga. Ég hef nú upplifað marga erfiðleika hjá fyrirtækinu en þetta gengur út yfir allt. Þetta er engu líkt. Þarna er verið, að ég held, að brjóta lög.“ Heldurðu að flugfreyjur muni hverfa til annarra starfa eða heldurðu að þær vilji vera áfram? „Við elskum starfið okkar og okkur þykir öllum sérstaklega vænt um Icelandair. Og viljum náttúrulega fyrst og fremst að það fyrirtæki haldi velli. En það er erfitt þegar er komið svona fram við mann. Ég get ekki sagt til um þetta en einhverjir eiga eftir að hætta, alveg örugglega, og hinir halda áfram. Svo „settlast“ þetta vonandi með tímanum. En þetta er kjaftshögg, og rúmlega það. Þetta er kjálkabrot,“ segir Helga.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr kjarasamningur kynntur fyrir flugfreyjum Nýundirritaður kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) verður kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi sem boðað var til nú klukkan 11. 20. júlí 2020 11:16 Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Nýr kjarasamningur kynntur fyrir flugfreyjum Nýundirritaður kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) verður kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi sem boðað var til nú klukkan 11. 20. júlí 2020 11:16
Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15
Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35