Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann beri mikla virðingu fyrir því hvað Arsenal stendur fyrir innan vallar en hann beri ekki sömu virðingu fyrir þeim utan vallar.
Það andar köldu á milli félaganna en City telur að Arsenal hafi staðið á bak við samning milli átta efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem hvatti UEFA til að halda Meistaradeildarbanni City til streitu.
Það er ekki bara Meistaradeildarmálið sem virðist fara í taugarnar á City-mönnum því einnig „stálu“ þeir aðstoðarþjálfara Guardiola, Mikel Areta, og réðu hann sem þjálfara liðsins í desember.
Reiði var í City að Arsenal-menn tilkynntu ekki þeim bláklæddu um sýn sína heldur funduðu forráðamenn Arsenal með Arteta heima hjá honum.
City hafði engan áhuga á að standa í vegi fyrir Arteta en fannst aðdragandinn furðulegur. Eftir tapið í enska bikarnum um helgina var Guardiola spurður út í Arsenal.
„Andstæðingurinn fær alltaf mína virðingu og hrós. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvað Arsenal stendur fyrir innan vallar en ekki svo mikið utan vallar - en mikla virðingu fyrir þeim innan vallar.“
Manchester City boss Pep Guardiola says he respects Arsenal on the pitch - but he cannot say the same about how the Gunners conduct themselves off it.
— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020
Full story https://t.co/t42yTnd2TJ #bbcfootball pic.twitter.com/nXze7k4iXC