Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Thomas Mikkelsen lá eftir í teignum eftir baráttu við Sebastian Hedlund en ekkert var dæmt. MYND/STÖÐ 2 SPORT Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals
Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15