Virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum? -„Þetta er gjörsamlega ólíðandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 12:30 Tvö atvik sem Pepsi Max stúkan tók til. vísir/skjáskot Pepsi Max stúkan tók þrjú málefni til umræðu í lok þáttarins og eitt þeirra var hvort að það væri algjört virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum í samanburði við til að mynda íslenska körfuboltadómara. Tekin voru nokkur dæmi úr íslenska boltanum í sumar þar sem leikmenn eru fljótir að myndast í kringum dómarann þegar hann er við að taka einhverja ákvörðun. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, er ekki hrifinn af þessu. „Það er hrúgast að dómurunum. Fimm til átta leikmenn. Þetta er gjörsamlega ólíðandi,“ sagði Tómas Ingi áður en farið var yfir í myndir af íslenskum körfubolta. „Þarna er ljótt brot og er einhver að fara í dómarann og kvarta? Hérna er borin virðing fyrir dómurunum. Mér finnst við þurfa bæta okkur í virðingardæmi hérna heima.“ Birtar voru svo gamlar myndir af Garðari Erni Hinrikssyni, fyrrum milliríkjadómara, sem raðspjaldaði menn ef þeir hlupu í áttina að honum og voru að tuða í honum. „Þarna er leið til að breyta þessu. Ég veit ekki hvort við megum það en það er að spjalda hreinlega alla eins og Garðar gerði hérna á sínum tíma. Ef menn komu og voru endalaust röflandi í honum þá henti hann þeim út af.“ „Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem maður geti gert hérna á Íslandi og ákveðið þetta. Þetta er vandamál úti um allan heim.“ „Mér fannst allt í lagi að koma inn á þetta. Mér finnst þetta ljóður á leiknum. Það er hægt að gera þetta betur,“ sagði Tómas Ingi að lokum. Klippa: Pepsi Max stúkan - Virðing fyrir dómurum Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Pepsi Max stúkan tók þrjú málefni til umræðu í lok þáttarins og eitt þeirra var hvort að það væri algjört virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum í samanburði við til að mynda íslenska körfuboltadómara. Tekin voru nokkur dæmi úr íslenska boltanum í sumar þar sem leikmenn eru fljótir að myndast í kringum dómarann þegar hann er við að taka einhverja ákvörðun. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, er ekki hrifinn af þessu. „Það er hrúgast að dómurunum. Fimm til átta leikmenn. Þetta er gjörsamlega ólíðandi,“ sagði Tómas Ingi áður en farið var yfir í myndir af íslenskum körfubolta. „Þarna er ljótt brot og er einhver að fara í dómarann og kvarta? Hérna er borin virðing fyrir dómurunum. Mér finnst við þurfa bæta okkur í virðingardæmi hérna heima.“ Birtar voru svo gamlar myndir af Garðari Erni Hinrikssyni, fyrrum milliríkjadómara, sem raðspjaldaði menn ef þeir hlupu í áttina að honum og voru að tuða í honum. „Þarna er leið til að breyta þessu. Ég veit ekki hvort við megum það en það er að spjalda hreinlega alla eins og Garðar gerði hérna á sínum tíma. Ef menn komu og voru endalaust röflandi í honum þá henti hann þeim út af.“ „Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem maður geti gert hérna á Íslandi og ákveðið þetta. Þetta er vandamál úti um allan heim.“ „Mér fannst allt í lagi að koma inn á þetta. Mér finnst þetta ljóður á leiknum. Það er hægt að gera þetta betur,“ sagði Tómas Ingi að lokum. Klippa: Pepsi Max stúkan - Virðing fyrir dómurum
Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira