Markasúpa á Anfield áður en bikarinn fór á loft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 21:05 Liverpool skoraði fimm mörk gegn Chelsea og héldu upp á það með því að lyfta Englandsmeistaratitlinum. John Powell/Getty Images Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar. Liverpool byrjaði leikinn stórkostlega en svo var eins og menn hefðu farið að hugsa um bikarafhendinguna. Staðan í hálfleik var 3-1 Liverpool í vil þökk sé mörkum Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Georginio Wijnaldum. Oliver Giroud minnkaði muninn fyrir gestina með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Markið hjá Trent var sérstaklega glæsilegt en það kom beint úr aukaspyrnu. Watch me whip #LIVCHE @trentaa98 pic.twitter.com/lzYw4KkUlH— Premier League (@premierleague) July 22, 2020 Roberto Firmino kom Liverpool í 4-1 eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Varamaðurinn Tammy Abraham minnkaði muninn skömmu síðar og á 73. mínútu var staðan orðin 4-3 eftir að Christian Pulisic – annar varamaður – hafði neglt boltanum í netið. Alex Oxlade-Chamberlain gulltryggði sigur Liverpool á 84. mínútu. 27 & 26 - With their assists tonight, Andy Robertson (27) and Trent Alexander-Arnold (26) are now the outright top two defenders for most @premierleague assists for @LFC, both ahead of Stig Inge Bjornebye (25). Bros. pic.twitter.com/zTsjPm1JAp— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2020 Lokatölur 5-3 og ljóst að það verður fagnað í Liverpool-borg fram á rauða nótt en fagnaðarlætin eru nú þegar hafin ef marka má myndir sem teknar voru fyrir utan Anfield. Það má reikna með látum í Liverpool-borg í kvöld.Martin Rickett/Getty Images Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Djöflarnir gerðu jafntefli við Hamrana | Einn sigur í síðustu fjórum Manchester United tókst ekki að landa þremur stigum gegn West Ham United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 og Man Utd aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. 22. júlí 2020 18:55
Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar. Liverpool byrjaði leikinn stórkostlega en svo var eins og menn hefðu farið að hugsa um bikarafhendinguna. Staðan í hálfleik var 3-1 Liverpool í vil þökk sé mörkum Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Georginio Wijnaldum. Oliver Giroud minnkaði muninn fyrir gestina með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Markið hjá Trent var sérstaklega glæsilegt en það kom beint úr aukaspyrnu. Watch me whip #LIVCHE @trentaa98 pic.twitter.com/lzYw4KkUlH— Premier League (@premierleague) July 22, 2020 Roberto Firmino kom Liverpool í 4-1 eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Varamaðurinn Tammy Abraham minnkaði muninn skömmu síðar og á 73. mínútu var staðan orðin 4-3 eftir að Christian Pulisic – annar varamaður – hafði neglt boltanum í netið. Alex Oxlade-Chamberlain gulltryggði sigur Liverpool á 84. mínútu. 27 & 26 - With their assists tonight, Andy Robertson (27) and Trent Alexander-Arnold (26) are now the outright top two defenders for most @premierleague assists for @LFC, both ahead of Stig Inge Bjornebye (25). Bros. pic.twitter.com/zTsjPm1JAp— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2020 Lokatölur 5-3 og ljóst að það verður fagnað í Liverpool-borg fram á rauða nótt en fagnaðarlætin eru nú þegar hafin ef marka má myndir sem teknar voru fyrir utan Anfield. Það má reikna með látum í Liverpool-borg í kvöld.Martin Rickett/Getty Images
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Djöflarnir gerðu jafntefli við Hamrana | Einn sigur í síðustu fjórum Manchester United tókst ekki að landa þremur stigum gegn West Ham United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 og Man Utd aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. 22. júlí 2020 18:55
Djöflarnir gerðu jafntefli við Hamrana | Einn sigur í síðustu fjórum Manchester United tókst ekki að landa þremur stigum gegn West Ham United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 og Man Utd aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. 22. júlí 2020 18:55
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti