Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 23:43 Christan B er grunaður um aðild að hvarfinu á Madeleine McCann. Vísir/Getty/Samsett Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24