Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 08:38 Það má vera að búið sé að blása Þjóðhátíð af, formlega, en ekkert fær því breytt að Árni Johnsen mun bregða gítar á loft og þenja raddböndin eins og hann hefur gert undanfarin 40 ár. visir/vilhelm „Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40