Föstudagsplaylisti Jökuls Loga Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. júlí 2020 10:20 Tónlist Jökuls logar, eða er í það minnsta í hlýjari kantinum. Kata Jóhanness Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“