Vegurinn hrundi undan hesti og knapa Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 10:07 Atvikið varð á miðvikudagsmorgun. Skjáskot Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan. Bítið Hestar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan.
Bítið Hestar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði