Gleðigöngur taka við af Gleðigöngunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:39 Gleðigangan í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og flestir vita verður dagskrá Hinsegin daga með töluvert breyttu sniði í ár vegna farsóttarinnar en þó verður dagskrá sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Hinsegin dagar eru ein fjölmennasta hátíð sem haldin er hér á landi og iðar allt af lífi þegar hin árlega Gleðiganga er gengin um miðbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir breytt snið verður nóg í boði og hefst dagskráin þriðjudaginn 4. ágúst og lýkur henni mánudaginn 10. ágúst. Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Hafnarhúsinu þar sem hátíðin verður formlega sett og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Þess ber að geta að í boði stendur að kaupa miða inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Þá verður einnig fjallað um Ástandið í Póllandi á samnefndum viðburði á Þjóðminjasafninu en undanfarin misseri hefur málefnum hinsegin fólks farið hríðversnandi í Póllandi og segir í lýsingu viðburðarins að það hafi „kristallast í nýliðnum forsetakosningum þar í landi þar sem Andrzej Duda bar sigur úr býtum.“ Hinsegin svart og brúnt fólk mun deila reynslu inni af rasisma á Íslandi og ræða hvað samfélagið geti gert til að styðja við baráttuna á viðburðinum #blacklivesmatter. Viðburðurinn fer fram á Þjóðminjasafninu og fer fram á ensku. Þá verður farið í Djammsögugöngu um miðborgina og verður meðal annars fjallað um hvernig íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, hvernig lesbíur leituðu skjóls á Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni og hvernig íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið í Reykjavík í gegn um árin. Sögugangan endar svo í Gamla bíói þar sem Dragkeppni Íslands 2020 fer fram. Hinsegin bókmenntum verður gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Þá verða úrslit ljóðasamkeppni Hinsegin daga kynnt en hún er nú haldin í fimmta sinn. Gleðigangan fer ekki fram með sama sniði en hún verður haldin þó! Ekki verður um eina göngu að ræða heldur margar litlar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. „Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi.“ Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað klukkan 14 laugardaginn 8. ágúst hvar sem þátttakendur vilja ganga og sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning og fagna fjölbreyttu samfélagi. „Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.“ Hátíðarhöldunum lýkur á mánudaginn með viðburðinum Á hinsegin nótum sem haldinn er í Hörpu þar sem fjölbreyttir og spennandi tónleikar fara fram og verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar verða flutt, meðal annars verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Þá verða einnig flutt verk eftir Jean-Baptiste Lully og Ethel Smyth. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eins og flestir vita verður dagskrá Hinsegin daga með töluvert breyttu sniði í ár vegna farsóttarinnar en þó verður dagskrá sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Hinsegin dagar eru ein fjölmennasta hátíð sem haldin er hér á landi og iðar allt af lífi þegar hin árlega Gleðiganga er gengin um miðbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir breytt snið verður nóg í boði og hefst dagskráin þriðjudaginn 4. ágúst og lýkur henni mánudaginn 10. ágúst. Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Hafnarhúsinu þar sem hátíðin verður formlega sett og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Þess ber að geta að í boði stendur að kaupa miða inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Þá verður einnig fjallað um Ástandið í Póllandi á samnefndum viðburði á Þjóðminjasafninu en undanfarin misseri hefur málefnum hinsegin fólks farið hríðversnandi í Póllandi og segir í lýsingu viðburðarins að það hafi „kristallast í nýliðnum forsetakosningum þar í landi þar sem Andrzej Duda bar sigur úr býtum.“ Hinsegin svart og brúnt fólk mun deila reynslu inni af rasisma á Íslandi og ræða hvað samfélagið geti gert til að styðja við baráttuna á viðburðinum #blacklivesmatter. Viðburðurinn fer fram á Þjóðminjasafninu og fer fram á ensku. Þá verður farið í Djammsögugöngu um miðborgina og verður meðal annars fjallað um hvernig íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, hvernig lesbíur leituðu skjóls á Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni og hvernig íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið í Reykjavík í gegn um árin. Sögugangan endar svo í Gamla bíói þar sem Dragkeppni Íslands 2020 fer fram. Hinsegin bókmenntum verður gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Þá verða úrslit ljóðasamkeppni Hinsegin daga kynnt en hún er nú haldin í fimmta sinn. Gleðigangan fer ekki fram með sama sniði en hún verður haldin þó! Ekki verður um eina göngu að ræða heldur margar litlar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. „Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi.“ Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað klukkan 14 laugardaginn 8. ágúst hvar sem þátttakendur vilja ganga og sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning og fagna fjölbreyttu samfélagi. „Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.“ Hátíðarhöldunum lýkur á mánudaginn með viðburðinum Á hinsegin nótum sem haldinn er í Hörpu þar sem fjölbreyttir og spennandi tónleikar fara fram og verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar verða flutt, meðal annars verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Þá verða einnig flutt verk eftir Jean-Baptiste Lully og Ethel Smyth.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira