Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 18:37 British Airways hefur beðist afsökunar. Vísir/EPA Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira