Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍA í fyrrakvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi
Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30